Fyrir hvern leik unnin fæst 1 stig, 0,5 verði hann jafn en 0 stig fyrir tap. Fyrir hvern fjór- eða tvímenning unnin hlýtur sveit einn sigur svokallaðan í þessari töflu.
Liðum er raðað fyrst eftir stigum, ef lið eru jöfn að stigum þá er raðað eftir fjölda sigra og ef enn er jafnt gilda innbyrðisviðureignir.
Efsta lið A-riðils etur kappi við efsta lið B-riðils um titilinn Íslandsmeistari í Sveitakeppni drengja 15 ára og yngri.
Hin þrjú liðin í A-riðli spila við hin 3 liðin í B-riðli um sæti (krossast). Liðin í C riðli keppa innbyrðis um 9.-12. sæti. Í D-riðli er ekki um eiginlega keppni lengur að ræða, aðeins vinaleiki og teljast liðin í honum hafa endað í 13. – 17. sæti.
Staðan í riðlum eftir 2. umferð:
A-riðill Stig: Sigrar:
GR-A 2 4
GKJ-A 1 3
GKG-A 1 3
GR-B 0 2
B-riðill Stig: Sigrar:
GL-A 2 4
GV 1 3
GK-A 1 3
GO 0 2
C-riðill Stig: Sigrar:
GSS-A 2 4
GKG-B 1 4
NK 1 3
GKJ-B 0 1