Þriðjudaginn 14. ágúst n.k. fara GKG-konur í óvissuferð. Lagt verður af stað um kl. 13:45 frá GKG. Leiknar verða 18 holur og er keppnisfyrirkomulagið punktakeppni. Skipt verður í tvo flokka eftir forgjöf, ef næg þátttaka verður, flokkur I, grunnforgjöf 0 til 27,9 og flokkur II grunnforgjöf 28 til 40. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki og nándarverðlaun á tveimur par þrjú holum.
Við mótslok bíður okkar matur og getum við átt saman skemmtilega stund í golfskálanum á eftir. Að lokinni verðlaunaafhendinu verður brunað í bæinn og komum við heim um kl. 22:00.
GKG-konur takið daginn frá og mætið með fjörið með ykkur í ferðina.
Verð kr. 2.500 og innifalið er rútuferð, golf og matur. Vinsamlegast komið með peninga með ykkur.
Þátttakendalisti er í golfskálanum og geta konur skrifað sig þar eða hringt í móttöku GKG, s: 565-7373 og beðið um að láta skrá sig á þátttakendalistann.
Kvennanefndin