Firmakeppni GKG 2007 fór fram í dag í miklu roki. Kylfingar létu það þó ekki á sig fá heldur mættu í boði hinna ýmsu fyrirtækja og reyndu fyrir sér í Texas Scramble á Leirdalsvelli GKG. Alls mættu 39 lið til leiks og enduðu eftirfarandi fimm í verðlaunasæti:

 

1. Ófeigur Hólmsteinsson og Magnús Karlsson , 65 högg nettó, fyrir BM-Vallá

2. Gunnar Guðjónsson og Magnús Arnarsson, 67 högg nettó, fyrir Háfell

3. Kjartan Guðjónsson og Starkaður Sigurðarson, 68 högg nettó (32 á seinni), fyrir Securitas

4. Karl V Grétarsson og Gísli Guðbjörnsson, 68 högg nettó (35 á seinni), fyrir Hópbíla

5. Þorvarður Óskarsson og Gunnar Ásgeirsson, 69 högg nettó, fyrir Toyota

 

Þessir hlutu nándarverðlaun:

2. hola: Ragnar Þorsteinsson, 3,58 m

4. hola: Magnús Karlsson, 8,52 m

9. hola: Helgi Birkir Þórisson, 7,17 m

11. hola: Gunnar Árnason, 1,55 m

17. hola: Helgi Birkir Þórisson, 1,25

 

Allir verðlaunahafar voru ríkulega verðlaunaðir af Íslensk-Ameríska og ZO-On, en í þessi fyrirtæki gáfu t.d nýjasta driver-inn frá Titleist, glæsilega Scotty Cameron púttera og vandaða regngalla. Kann GKG þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir aðstoðina. Verðlaunahafa geta nálgast verðlaun sín í næstu viku hjá Ingigerði skrifstofustjóra GKG.

 

GKG vill þakka öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og hlökkum við til að sjá kylfinga aftur að ári!

 

Smellið hér til að sjá heildarúrslit mótsins