Síðastliðinn föstudag, 5. október, var haldin uppskeruhátið unglinga í GKG. Starfið í sumar var fjölbreytt eins og áður og hittust því unglingarnir í golfskálanum og gerðu upp vertíðina með pizzaveislu. Veittar voru viðurkenningar þeim einstaklingum sem þótt höfðu skarað fram úr í sumar.
Við sama tækifæri kynntu þjálfarar GKG ásamt unglinganefnd skipulagningu vetraræfinga unglinga í GKG fyrir komandi vetur. Æft verður sem fyrr í Sporthúsinu og Lindaskóla en nú bætist Hraunkot, æfingasvæði Keilis við æfingastaði unglinganna. Frí er gefið frá öllum æfingum í október en æfingar hefjast að nýju í nóvember. Sem fyrr verða unglingar að skrá sig til þess að geta tekið þátt í vetraræfingunum, en það er gert á unglingasíðunni. Eru allir unglingar hvattir til þess að taka þátt og undirbúa sig eins vel og kostur er fyrir sumarið 2008.
Allar nánari upplýsingar um vetraræfingar og skráningar má finna með því að smella hér.