Karlagolf til Englands 25-30 maí 2008

Nokkrir hressir karlar í GKG stefna á golfferð til Englands í maí n.k.
Farið verður til Abbotsley fyrir norðan Stansted, en félagar í GKG hafa farið þangað reglulega undafarin ár, bæði vor og haust.

Reiknað er með að fljúga með Iceland Express frá Keflavík á sunnudagsmorgun 25. maí
og til baka á föstudagskvöld 30. maí.
Þátttakendur panti flugið sjálfir.

Reikna má með að flugið kosti ca. kr 29 þús á mann.

Gisting í fimm nætur á þriggja stjörnu hóteli alveg við golfvöllinn í eins manns herbergi með baði.
Morgunmatur, 3ja rétta kvöldverður og 10 golfhringir á tveimur 18 holu völlum sem eru í göngufæri við hótelið. Reiknað er með að leika 2 x 18 holur á dag nema ferðadagana, þá verða menn að láta einn hring nægja !
Verð 475 ensk pund. (ca kr 62 þús á mann)

Heildarverð með flugi og akstri til og frá flugvelli: ca 96.000 á mann.

Þeir sem vilja slást í hópinn eru beðnir um að hafa samband sem fyrst og eigi síðar en miðvikudaginn 19. mars n.k.

Athugið að gistimöguleikar eru takmarkaðir. Fyrstir koma fyrstir fá !

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í gudmol@gmail.com