Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, er að standa sig vel með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum þessa dagana. Sigmundur, sem er á sínu síðasta ári við McNeese State háskólann, gerði sér lítið fyrir og sigaðri Hal Sutton mótið sem fram fór í síðustu viku. Sigmundur hafði mikla yfirburði framan af móti en síðasti hringur hans var ekki nógu góður og fóru leikar svo að hann lauk keppni á einu höggi undir pari vallar, einu höggi á undan næsta manni.
Er þetta í annað sinn sem Sigmundur sigrar á háskólamóti en hann innbyrti sinn fyrsta sigur þar fyrir tveimur árum. Næsta mót Sigmundar hefst á morgun á heimavelli McNeese skólans og kemur gkg.is til með að fylgjast með okkar manni þar.
Sigmundur kemur síðan heim í sumar og leikur með GKG eins og hann hefur alltaf gert. Í haust ætlar pilturinn svo að reyna við atvinnumennskuna og verður gaman að fylgjast með honum Sigmundi á nýjum vettvangi.