Til stóð að opna nýrri hluta vallarins um helgina en vallarstjóri hefur ákveðið að bíða með það í viku þar sem ýmis verk eru ókláruð og einnig töluvert af bleytu í sumum brautum.
Stefnt er þá að opnun laugardaginn 24 maí.
GKG og Kópavogsbær eru að vinna mikið verk við og á vellinum og má þar nefna tengingu á milli vallana, þétta þær tjarnir sem ekki halda vatni og dreina þær glompur sem halda vatni. Þessi vinna verður unnin á næstu dögum og stefnt er að því að því verði lokið fyrir opnun vallarins.
Þau verkefni em er verið að vinna við á eldri hluta vallarins eru meðal annars tyrfing á púttflöt við skálann auk þess sem verið er að ganga frá öðrum framkvæmdum vetrarins.
Einnig er gott að minna kylfinga á að ganga snyrtilega um völlinn okkar, laga eftir sig boltaför og og leggja torfusneppla í kylfuförin. Síðast en ekki síst að fara ekki með golfsettin inn á flatir og teiga.
– Vallarstjóri