Nú er golfsumarið komið í fullan gang og allt hefur iðað af lífi hérna á Vífilsstaðavelli síðan völlurinn var opnaður fyrir rétt rúmri viku. Almennt er látið mjög vel af ástandi vallarins og þykir hann ekki hafa verið í betra formi í byrjun leiktíðar en einmitt nú. Kylfingar hafa mundað kylfurnar af miklum myndarbrag, en eins og alltaf þá er árangurinn misgóður.
Hann var þó aldeilis glæsilegur árangurinn hjá Aðalsteini Aðalsteinssyni, miklum GKG-ing, sem gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2. holunni í gær. Sló hann draumahöggið með 5-járni, enda stífur mótvindur og gerði sér lítið fyrir og smellti kúlunni í miðja holu. Við óskum Alla að sjálfsögðu til hamingju með höggið sem alla dreymir um að ná.