Leirdalshluti Vífilsstaðavallar opnaði í dag fyrir sumarið með pompi og prakt. Haldið var innanfélagsmót í tilefni dagsins og lukkaðist það stórvel, 135 manns mættu og öttu kappi á vellinum sem kemur frábærlega undan vetri. Veðrið var þolanlegt, örlítið kalt en annars vel spilandi. Greinilegt er að sumarið leggst vel í menn, keppendur léku við hvurn sinn fingur og skemmtu sér saman á okkar frábæra velli. Einn kylfingur, Ívar Friðriksson, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 4. braut og óskum við honum til hamingju með það.
Úrslit eru eftirfarandi:
fgj. 0-10,0
1. sæti: Þorsteinn Reynir Þórsson, 39 punktar
2. sæti: Björn Þór Heiðdal, 34 punktar
3. sæti: Þorleifur Gestsson, 33 punktar
fgj. 10,1-20,0
1. sæti: Yngvi Sigurjónsson, 40 punktar
2. sæti: Björn Steinar Stefánsson, 39 punktar
3. sæti: Pétur Þór Jónsson, 37 punktar
fgj. 20,1 og uppúr
1. sæti: Hanna Bára Guðjónsdóttir, 39 punktar
2. sæti: Þórhallur Sverrisson, 38 punktar
3. sæti: Edgar Konráð Gupunay, 38 punktar
Nándarverðlaun:
2. hola: Elsa Björk Pétursdóttir, 83 cm
11. hola: Ragnar Þór Reynisson, 1,73 m
Vegna þátttöku Íslands í Eurovision var ákveðið að halda ekki sérstaka verðlaunaafhendingu og geta vinningshafar vitjað verðlauna sinna í ProShop frá og með morgundeginum.
Margar myndir voru teknar á mótinu og verða þær settar inn á vefinn eftir helgi.