Fyrsta mót ársins á Kaupþingsmótaröðinni fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina. Eins og ávallt tóku margir afrekskylfingar frá GKG þátt og átti GKG til dæmis flesta keppendur í kvennaflokki. Árangurinn hjá okkar fólki var upp og ofan en glæsilegur var hann þó árangurinn hjá Ingunni Gunnarsdóttur, en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið í kvennaflokki. Ingunn lék á 72 höggum í gær og 77 í dag og sigraði með eins höggs mun. Ingunn, sem er aðeins 18 ára, spilaði fantagolf og var vel af sigrinum komin. Starfsfólk GKG óskar Ingunni innilega til hamingju með árangurinn. Annars var árangur okkar fólks eftirfarandi:
Í kvennaflokki:
1. sæti : Ingunn Gunnarsdóttir, 150 högg
4. sæti: Eygló Myrra Óskarsdóttir, 152 högg
15. sæti: María Málfríður Guðnadóttir, 163 högg
18. sæti: Erna Valdís Ívarsdóttir, 167 högg
22. sæti: Ingunn Einarsdóttir 170 högg
24. sæti: Jóhanna Margrét Grétarsdóttir, 175 högg
25. sæti: Hrafnhildur Gunnarsdóttir, 180 högg
26. sæti: Ragnheiður Sigurðardóttir, 181 högg
27. sæti: Hansína Þorkelsdóttir, 184 högg
Í karlaflokki:
5. sæti: Alfreð Brynjar Kristinsson, 139 högg
16. sæti: Sigurður Rúnar Ólafsson, 146 högg
40. sæti: Kjartan Dór Kjartansson, 149 högg
40. sæti: Haukur Már Ólafsson, 149 högg
40. sæti: Starkaður Sigurðarson, 149 högg
49. sæti: Valgeir Tómasson, 150 högg
63. sæti: Guðjón Henning Hilmarsson, 152 högg
80. sæti: Hlynur Þór Stefánsson, 157 högg
80. sæti: Guðbjartur Örn Gunnarsson, 157 högg
82. sæti: Jón Steinar Þórarinsson, 158 högg
90. sæti: Gunnar Páll Þórisson, 161 högg