Síðastliðinn laugardag, þann 14. júní, hélt Kiwanisklúbburinn Eldey glæsilegt golfmót hér á Vífilsstaðavelli. Var mótið góðgerðarmót og rann allur ágóði til styrktarsjóðs Eldeyjar, en hann styrkir mörg góð málefni.
Leikmenn voru ræstir út á öllum teigum klukkan 9 og öttu kappi í hinu skemmtilega Texas Scramble. Veðrið var hið allra besta til golfiðkunar og því komu glæsileg skor í hús, en mótið unnu þeir Guðlaugur Kristjánsson og Jóakim Gunnar Jóakimsson á 63 höggum nettó.
Smellið hér til að sjá úrslit mótsins
Á meðan mótinu stóð stóð Eldey líka fyrir annarri fjáröflun, en fólki gafst kostur á að vinna Ford Focus færi það holu í höggi. Greiddi fólk vægt gjald fyrir að fá að reyna sig. Ekki tókst neinum að keyra í burtu á glænýjum bíl í þetta skiptið en margir reyndu og einhverjir komust nálægt, en allt kom fyrir ekki.