Nú eru rástímar fyrir fyrsta dag meistaramótsins tilbúnir á golf.is. Smellið hér til að skoða þá.

 

Með þessari frétt fylgir tilkynning mótsstjórnar um nokkur atriði sem kylfingar ættu að hafa í huga:

 

– Við þátttöku í meistaramóti er kylfingum skylt að fara eftir þeim reglum sem klúbburinn hefur sett um klæðaburð á golfvellinum. Það þýðir t.d. að óheimilt er að leika í gallabuxum.

– Leikmenn skulu tilkynna komu sína til mótsnefndar/ræsis amk 10 mín fyrir rástíma. Kylfingur ber einn ábyrgð á að mæta á réttum tíma

– Óheimilt er að nota golfbíla í mótinu nema gegn framvísun læknisvottorðs.  Golfbílar klúbbsins eru ekki til útleigu meðan á mótinu stendur.

– Þáttökugjald fæst ekki endurgreitt nema gegn framvísun læknisvottorðs

– Kylfingar bera ábyrgð á búnaður þeirra sé löglegur. Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að kanna lögmæti búnaðar hvers kylfings hvenær sem er mótsins.