Öldungar í GKG eru hvattir til að kíkja á „Öldungahornið” sem er efst í horninu hægra megin á auglýsingatöflu í golfskálanum. Þar eru alltaf upplýsingar um það sem er að gerast hverju sinni ásamt úrslitum úr síðustu spiladögum.

Öldungaspil næsta miðvikudag, 23. júlí, er punktakeppni. Munið að skila inn skorkortum.

Farið verður á Borgarnesvöll miðvikudaginn 30. júlí. – Punktakeppni. Rúta fer frá golfskála kl. 8,30. Verð 3.500 og innifalið er rúta, flatargjald, súpa og brauð.

Athugið! „Öldungar” eru konur 50 ára og eldri og karlar 55 ára og eldri.
Allir félagar sem eru á þessum aldri eru hvattir til að koma með í ferðina.

Þátttökulisti, hengdur upp á auglýsingatöflu. Einnig má skrá sig á netfang Reynis: reyhel@hive.is

Greiðslur þátttökugjalda fyrir sérstaka spiladaga (t.d. mót) og ferðir má leggja inn á reikning: 100533-4059-1135-05-405718.
Munið að haka við að láta senda kvittun.