Nú rétt í þessu var stormasömum fyrri degi á Bylgjan Open 2008 að ljúka þegar síðasta holl kom í hús. Sterkir vindar blésu um Vífilsstaðavöll í dag og hafði það áhrif á spilið og skorin. Eftir fyrri daginn leiðir Berglind Hafliðadóttir mótið með 35 punkta, með tveggja punkta forskot á næsta keppenda. Besta punktaskori dagsins náði Guðjón Ingi Guðlaugsson, 37 punktar, en hann hefur ekki virka forgjöf og því getur hann ekki keppt um sæti í mótinu samanber keppnisskilmála mótsins.
Nú er búið að skera mótið niður í 77 leikmenn og var niðurskurðurinn miðaður við þá leikmenn sem fengu 24 punkta eða meira. Búið er að raða í rástíma fyrir morgundaginn og þeir komnir inn á heimasíðu mótsins á golf.is. Á morgun verða þrír ræstir út saman í einu frá klukkan 9:00.
Glæsileg verðlaunaafhending með vippkeppni, glæsilegum útdráttarvinningum og pinnamat verður síðan að leik loknum á morgun, er áætlað að hún hefjist klukkan 18:00. Hvetjum við alla þátttakendur til að mæta og gera sér glaðan dag!
Mótsstjórn