Ágætu félagar
Nú hafa verið sett upp teigmerki fyrir yngstu kynslóðina , sem eru að stíga sín fyrstu spor í golfíþróttinni, á brautirnar á Mýrinni. Teigarnir verða notaðir fyrir spilæfingar hjá börnum í GKG sem og á Svalamótaröðinni sem er barnamótaröð GKG sumarið 2008.
Teigarnir eru staðsettir inn á brautum á Mýrinni í ca. 100-200 metra fjarlægð frá flöt og mynda þannig 9 holu völl fyrir börn sem hentar þeirra högglengd og getu.
Teigmerkin eru hreyfanlegar hindranir þannig að ef bolti kylfings lendir við merkin eða þau trufla stöðu og sveiflusvið, þá má taka upp merkin en muna samt að leggja þau aftur á sinn stað.
Með Kveðju
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar