Ágæti GKG meðlimur.
Ákveðið hefur verið að bjóða þeim nýliðum sem gengu í klúbbinn í sumar uppá sérstakt nýliðanámskeið. Nýliðanámskeiðið er ætlað þeim kylfingum sem teljast byrjendur, þ.e.a.s. hafa ekki enn náð forgjöf og eru að stíga fyrstu skrefin í íþróttinni. Lágmarksþátttaka í námskeiðinu er 6 manns. Fyrir þá sem komast ekki á neðangreindum dagssetningum þá bjóðum við uppá nýliðanámskeið næsta vor.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta: 1. Tæknikennsla í stutta spili og sveiflu. 2. Reglunámskeið. 3. Spilakennsla.
Eftirfarandi eru tímasetningar námskeiðsins:
19. ágúst 18:00 – 19:45 Tæknikennsla í stutta spili og sveiflu (mæting í golfskála)
19. ágúst 20:00 – 22:00 Reglunámskeið (mæting í golfskála)
21. ágúst 18:00 – 19:30 Spilakennsla (mæting í golfskála)
Skráning fer fram hjá Alla skrifstofustjóra í golfskálanum – alli@gkg.is eða 565-7373
Námskeiðsgjald er kr. 6.000
Haraldur Þórðarson, PGA golfkennari, mun sjá um verklegu- og spilakennsluna, en Kjartan Bjarnason yfirdómari GKG mun sjá um reglunámskeiðið. Reglunámskeiðið er opið öllum félagsmönnum, og er rétt að hvetja alla til að mæta á það til að skerpa á reglukunnáttunni.