Styrktarmót Sigmundar Einar Mássonar, verðandi atvinnukylfings GKG, var haldið í dag á Leirdalsvellinum. Rúmlega 100 manns mættu og léku golf við þokkalegar aðstæður og styrktu um leið hann Sigmund fyrir komandi átök en fer í úrtökumót fyrir PGA mótaröðina núna í haust.

 

Í mótinu gerðist sá stóratburður að eitt vallarmetið féll, en Þórdís Geirsdóttir lék hringinn á 72 höggum – einu höggi yfir pari vallar og setti þar með glæsilegt vallarmet af rauðum teigum. Varð það einnig svo að hún sigraði nokkuð örugglega í keppni í höggleik án forgjafar og varð í öðru sæti í punktakeppninni, ekki amalegur árangur það!

 

Sigmundur vill koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra fyrirtækja sem gáfu verðlaun og þeirra kylfinga sem sáu sér fært að styrkja hann í dag, þetta er mikil búbót fyrir hann og er hann afar þakklátur fyrir stuðninginn. Næst á dagskrá hjá honum er heimsmeistaramót áhugamanna og eftir það gerist hann atvinnumaður og freistar gæfunnar á úrtökumótinu í haust.