Eftirfarandi er framundan í öldungastarfinu:
Miðvikudaginn 27. ágúst verður keppni um kaffi og kleinu frá 9,30.
Fjórir spila saman, tveir í hvoru liði. Lægsta skor gefur 1 punkt, samanlagt 1 og fugl gefur 1. Þeir sem tapa bjóða hinum í kaffi og kleinu.
Skilið skorkortum í kassa.
Laugardaginn 30. ágúst er lokamót öldunga með grilli og fjöri og lýkur öldungastarfi sumarsins með því móti.
Ræst verður út á öllum teigum á Mýrinni klukkan 13:30 og leiknar 18 holur, punktakeppni. Mótsgjald er 2.500 og greiða má inn á reikning: kt. 1005334059 1135-05-405718.
Mörg og góð verðlaun, harmonikka, gítar, söngur, glens og gaman
Vinsamlegast skráið ykkur á lista í skálanum.
Könnun á áhuga fyrir Spánarferð öldunga.
Komið hefur til tals að öldungar úr GKG fari saman í golfferð til Spánar eða Portúgals í október, ef áhugi er fyrir hendi. Engin skuldbinding.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Reyni sími 898 2212
Fylgist með á heimasíðunni og látið heyra í ykkur.og látið heyra í ykkur.
Umsjónarmaður,