Á morgun, miðvikudaginn 27. ágúst, fer fram sjötta og næst síðasta mót í Miðvikudagsmótaröð GKG þetta árið. Nú fara línur brátt að skýrast og verður spennandi að sjá hvaða kylfingar munu koma til með að ná bestu fjórum hringjunum punktalega séð þetta sumarið – en efstur fimm menn og konur hljóta vegleg verðlaun sem afhent verða á Bændaglímu GKG í haust. Við hvetjum þá sem enn eiga séns (þ.e. þeir sem hafa þegar spilað tvo hringi eða fleiri á mótaröðinni í sumar) að mæta og láta til sín taka á morgun. Aðrir eru einnig velkomnir til að keppa um verðlaunin fyrir þetta einstaka mót, en þau eru inneign í ProShop GKG fyrir fyrsta sæti og boltakort fyrir annað sætið. Vinningshafar síðasta móts geta vitjað vinninga sinna í ProShop, en úrslit síðasta móts er að finna á heimasíðu mótsins á og með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Fyrirkomulagið er kunnulegt, allir skrá sig á venjulegan rástíma á Leirdalsvöll hvenær sem er dagsins. Mæta í ProShop áður en hringur hefst, skrá sig og fá afhent skorkort gegn mótsgjaldi 1.000 krónur. Kylfingar spila síðan 18 holur með ritara og skila inn skorkorti í ProShop að leik loknum. Frestur til að skila inn skorkorti rennur út á fimmtudagskvöldið.

Smellið hér til að sjá úrslit síðasta móts og stöðuna í keppninni.