Nú líður að því að nýja inni æfingaastaða GKG sem staðsett er í Kórnum opni formlega. Gert er ráð fyrir að opna aðstöðuna fyrir alla félagsmenn í byrjun janúar. Notkun á aðstöðunni verður gjaldfrí en hún er eingöngu hugsuð fyrir félagsmenn GKG.
Áætlað er að hafa opið fyrir almenna félagsmenn 3 kvöld í viku tvo tíma í senn og einnig 4 tíma um helgar. Ekki er búið að ganga frá stundatöflu fyrir opnunina en hún verður tilkynnt um leið og hún er tilbúin.
Það gengur ekki að hafa aðstöðuna opna án þess að einhver starfsmaður sé á staðnum þannig að nú leitum við að sjálfboðaliðum sem gætu hugsað sér að vera á staðnum t.d. 2 tíma í viku.
Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér verkefni sem þetta er bennt á að hafa samband við Ólaf E. Ólafsson í síma 865 8500 sem fyrst. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem ætla að taka æfingarnar fyrir næsta sumar föstum tökum.