Í dag föstudaginn 16. janúar var undirritaður samningur milli Kópavogs og GKG um nýtt inniæfingahúsnæði í Kórnum, nýju íþróttahúsi í Kórahverfi, Kópavogi.

Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs og Guðmundur Oddsson formaður GKG undirrituðu samninginn sem felur í sér að GKG fær til afnota húsnæði til inniæfinga. Þar er að finna 8 mottur til að æfa sveifluna, vipp svæði og 18 holu púttflöt. Aðstaðn er öll hin besta og stórbætir aðstöðu GKG þar sem engin inniaðstaða var fyrir hendi.

Aðstaðan er opin öllum félgasmönnum, í GKG og er hún þeim að kostnaðarlausu.

Opnunartíminn verður 3 morgna í viku fyrir öldunga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga milli klukkan 10 og 12. Einnig verður opið mánudaga til fimmtudaga milli kl. 20:10 og 22:10. Um helgar verður opið frá klukkan 11:00 til 16:00. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði verður opið eingöngu fyrir konur í GKG

Ekki verður hægt að panta tíma í Kórnum.