Nú er lokið árlegri endurskoðun forgjafar. GSÍ sendir frá sér nýjan útreikning á forgjöf allra kylfinga einu sinni á ári. Forgjafarnefnd klúbbsins hefur farið yfir alla útreikninga og staðfest þær leiðréttingar sem gerðar verða, og hafa þær nú tekið gildi. Alls lækkaði forgjöf hjá 221 kylfingi en forgjöf 28 kylfinga hækkaði. Félagar geta skoðað sína forgjöf eins og hún er í dag með því að skrá sig inn á www.golf.is og fara þar inn á flipannn kylfingur. Þar sést hver forgjöfin er í dag eftir þessa breytingu.
Þeir kylfingar sem hafa einhverja athugasemd vegna þessarar breytingar geta haft samband við Kjartan Bjarnason kjartan.bjarnason@skyggnir.is