Þriðjudaginn 2. júní 2009 var 9 holu golfmót hjá konum í GKG í Vetrarmýrinni. Í mótinu tóku þátt 66 konur og skemmtu sér vel. Af úrslitunum má ráða að konur koma vel undan vetri og bendir allt til góðs golfsumars hjá mörgum.
1.sæti Kolbrún Jónsdóttir, 23 punkta og fékk hún kr. 7.500 úttekt í Hole in one
2.sæti Gullveig T. Sæmundsdóttir, 21 punkt og fékk hún kr. 5.000 úttekt í Hole in one
3.sæti Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, 20 punkt og fékk hún kr. 3.500 úttekt í Hole in one
4.sæti Bryndís Hinriksdóttir, 20 punkta og fékk hún konfektkassa frá INNNES
5.sæti Hrefna Gunnarsdóttir, 20 punkta og fékk hún konfektkassa frá INNNES
Nándarverðlaun á 2. braut: Hólmfríður Sigmarsdóttir og fékk hún ýmsar vörur frá Ölgerðinni
Nándarverðlaun á 9. braut: Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir og fékk hún ýmsar vörur frá Ölgerðinni
Við mótslit var dregið út skorkortum og fengu 12 konur ýmsan glaðning.
Næstu mót hjá GKG konum eru: Tveggja daga mót með GO konum, þriðjudaginn 9. júní hjá okkur og mánudaginn 22. júní hjá GO. Munið að skrá ykkur sem fyrst sjá frekari upplýsingar á heimasíðu okkar og GO. Þá er Bleiki bikarinn – Sólstöðumót hjá okkur í GKG 19. júní nk. og verður auglýst síðar, sjá undir mótaskrá.
Kvennanefndin