Nú liggur fyrir skipulag vetraæfinga hjá börnum og unglingum GKG veturinn 2007-2008. Öllum félagsmönnum fæddum á árunum ´90-´00 býðst nú að æfa 2 í viku inni og að auki verða æfingar í Keili fyrir flesta hópana. Krökkum fæddum 2001 og síðar býðst síðan að æfa einu sinni í viku í Lindaskóla. Æfingatöfluna í heild er hægt að skoða á heimasíðunni hér.
Líkt og síðastliðinn vetur verður innheimt æfingagjald fyrir vetraræfingarnar. Þeir sem eru skráðir á 3 æfingar í viku eða oftar eiga að greiða 30.000 fyrir veturinn, krakkar á almennum æfingum sem eru fæddir ´89-´95 greiða 20.000 og þeir sem eru fæddir ´96-´99 munu greiða 10.000. Ókeypist verður fyrir börn fædd 2001 og síðar.
Skráning fer fram með því að smella hérna og er opið fyrir skráninguna til loka sunnudagsins 21. október n.k. en æfingar hefjast síðan mánudaginn 5.nóvember. Við hvetjum við alla til þess að taka þátt, vera dugleg að æfa sig í vetur og koma enn sterkari til leiks næsta sumar. Allar nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson, ulfar@gkg.is og formaður unglinganefndar GKG, Gunnar Jónsson, gunnar@law.is.