svaliNæstkomandi þriðjudag verður annað mótið af 4 í sumar á Svalamótaröð GKG.  Við minnum á að þetta er mót fyrir alla 12 ára og yngri krakka í GKG sem eru að byrja í golfi og hafa ekki ennþá lækkað forgjöf sína.  Mjög góð þátttaka var á síðasta móti og vonumst við til þess að sjá enn fleiri á þriðjudaginn en til þess að taka þátt verður að skrá sig hér á síðunni fyrir lok sunnudagsins 12.júlí.  Allar nánari upplýsingar er hægt að sjá með því að smella hér.