Fyrsta mótið í KB Bankamótaröð unglinga sumarið 2006 fór fram á Þorlákshafnarvelli í gær og í dag. Alls tóku 27 krakkar frá GKG þátt í mótinu. Eygló Myrra stóð sig best að þessu sinni af okkar þátttakendum, spilaði báða dagana á 79 höggum og vann sinn flokk (14-15 ára stúlkur) með 14 högga mun. Alex Freyr varð síðan í öðru sæti í flokki 13 ára og yngri stráka. Nánari úrslit má sjá á golf.is og undir “Úrslit” hér til hliðar er búið að merkja árangur okkar krakka sérstaklega. Einnig er búið að setja inn nokkrar myndir frá mótinu inn á myndasafnið okkar.