Mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24.okt. verða haldnir foreldrafundir fyrir alla sem hafa skráð sig til æfinga hjá GKG í vetur. Á fundunum verður farið yfir skipulag vetrarins, áherslur, æfingaaðstöðu, félagsstarfið og fleira því tengt ásamt því að foreldrum gefst þarna tækifæri til þess að hitta bæði íþróttastjóra, þjálfara og meðlimi unglinganefndarinnar og spjalla um hvaðeina sem viðkemur barna- og unglingastarfinu hjá klúbbnum. Á fundinum verður einnig hægt að greiða æfingagjöldin, bæði með peningum og/eða greiðslukorti. Hægt er að greiða í einu lagi fyrir allan veturinn en einnig er hægt að greiða helminginn, þ.e. fram að áramótum.

Æfingagjöldin eru sem hér segir:

  • KB afrekshópar – kr. 30.000 fyrir veturinn
  • Almennar æfingar fyrir þá sem eru fæddir ´89-´95 – kr. 20.000 fyrir veturinn
  • Almennar æfingar fyrir þá sem eru fæddir ´96-´99 – kr. 10.000 fyrir veturinn
  • Ókeypis verður fyrir börn fædd 2000 og síðar.

Einnig er gefinn kostur á því að millifæra beint inn á reikning félagsins sem er í SPH í Garðabæ, reikn. 1121-26-678, kennitala 650394-2089, og þá er einnig afar mikilvægt að muna að senda staðfestingu með tölvupósti á netföngin gkg@gkg.is og jonhorddal@gmail.com.

Ef fleiri en eitt systkini eru skráð þá er veittur 25% afsláttur af gjaldi hvers barns umfram eitt, og er hann reiknaður af lægra gjaldinu ef gjöldin eru mismunandi.

Niðurröðun funda verður eftirfarandi:

  • Mánudaginn 23.október kl.19:30: Foreldrar stúlkna f. ’89-’95 og foreldrar barna fædd ’96 og síðar
  • Mánudaginn 23.október kl.20:30: Foreldrar drengja f. ’89-’95
  • Þriðjudaginn 24.október kl.20:00: Foreldrar krakka í KB afrekshópum

Með von um góða mætingu og skemmtilegt samstarf í vetur.
Unglinganefnd og þjálfarar GKG