Emil Þór Ragnarsson sigraði á fyrsta stigamótinu í flokki 13 ára og yngri stráka. Hann spilaði á 82 höggum í gær sem var mjög góður árangur en bætti aldeilis við í morgun og spilaði þá á 75 höggum. Þar með tryggði hann sér tveggja högga sigur á eyjapiltinum Hallgrími Júlíussyni sem var á 78 og 81 höggi. Emil Þór var með 20,1 í forgjöf fyrir þetta mót en fékk fyrir hringina tvo samtals 89 punkta og því lækkar forgjöf hans gríðarlega. Við óskum honum innilega til hamingu með árangurinn.