Niðjamót GKG fór fram laugardaginn 16. júní og gekk mjög vel. Tveir voru saman í liði og annar var afkomandi hins. Veður hefði getað verið betra, austan strekkingur allan tímann en þurrt allt mótið.
Leikin var punktakeppni. Leikfyrirkomulag var Greensome þ.e. báðir slá af teig og síðan velja þeir annan boltann og slá til skiptis þar til boltinn er kominn í holu. Forgjöf var reiknuð 60% af leikforgjöf þess sem er með lægri forgjöfina og 40% af leikforgjöf þess sem er með hærri forgjöfina.
36 lið mættu til leiks sem er örlítil fækkun frá mótinu í fyrra. Ræst var út af öllum teigum í einu kl. 8:50 og var leik lokið rétt um kl. 13. Þátttökugjald var kr. 5.000 á lið og innifalið súpa og brauð að leik loknum í boði Háfells. Ágóði af mótinu rennur óskiptur í ferðasjóð afreksunglinga í GKG.
Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu 8 sætin auk fjölda annarra verðlauna. Þegar lið voru jöfn voru reiknaðir punktar á seinni 9 og svo síðustu 6 til að fá endanlega röð. Afa og ömmubikarinn, sem er farandbikar var nú veittur í 3. sinn og sigurvegararnir fengu einnig gjafabréf á flug með Iceland Express.
Úrslit urðu þessi:
1. Guðjón Ingi Kristjánsson og Kristján Guðjónsson, 34 punktar
2. Sóley Stefánsdóttir og Ívar Sigurjónsson, 33 punktar
3. Heimir Örn Herbertsson og Guðrún María S. Skúladóttir, 32 punktar
4. Sigurbergur Svanur Jónatansson og Davíð Ómar Sigurbergsson, 32 punktar
5. Rúnar Örn Grétarsson og Grétar Skúlason, 31 punktur
6. Brynjólfur Einar Sigmarsson og Sigmar Hjartarson, 31 punktur
7. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, 30 punktar
8. Ragnar Þór Ragnarsson og Emil Þór Ragnarsson, 30 punktar
Nándarverðlaun hlutu:
2. hola Gunnar Páll Þórisson, 0,88 metrar
4. hola Atli Rúnar Jóhannesson, 4,07 metrar
9. hola Alfreð Atlason, 1,43 metrar
11. hola Gunnar Snær Gunnarsson, 3,54 metrar
13. hola Fannar Freyr Ívarsson, 4,84 metrar
17. hola Skarphéðinn Ómarsson, 1,03 metrar
Að lokum var dregnir út fjölmargir vinningar úr skorkortum viðstaddra. Fjölmargir velunnarar gáfu vinninga þar á meðal:
Iceland Express
Birgir Leifur Hafþórsson, Sigmundur Einar Másson og Ottó Sigurðsson
Osta- og smjörsalan
Nói Síríus
66°Norður
Joe Boxer
Golfbúðin í Hafnarfirði
Hole in one
Vátryggingafélag Íslands
Toyota
Byko
Kaupþing Kópavogi
Glitnir
Hægt er að skoða skemmtilegar myndir af mótinu í myndasafninu okkar eða með því að smella hér.
Unglinganefnd GKG þakkar öllum stuðningsaðilum en þó fyrst og síðast þátttakendum og hlakkar til að sjá þá alla að ári.