Unglinganefnd GKG hefur ákveðið að halda í fyrsta skipti barnamótaröð í sumar. Mótin eru ætluð börnum 12 ára og yngri (fæddum 95 og síðar) og eru annað hvort með enga eða hámarksforgjöf. Mótin fara fram á 9.holu vellinum okkar, Mýrinni, og verða 3 talsins í sumar og er það fyrsta þann 18. júlí n.k.. Allar nánari upplýsingar um mótin má nálgast í valmyndinni hér til hliðar og með því að smella hér.
Við vonum að sem flestir mæti og láti þarna ljós sitt skína og minnum um leið á að gerð er krafa um að keppendur skrái sig í mótin eigi síðar en á mánudegi í mótsviku.