A sveit stúlkna GKG í flokki 12-18 ára sigraði í kvöld sveitakeppni unglinga á glæsilegan hátt. Sveit okkar skipuðu þær Erna Valdís Ívarsdóttir, Eygló Myrra Óskarsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Jóhanna Grétarsdóttir og Þórunn Día Óskarsdóttir og liðsstjóri þeirra var Ragnheiður Sigurðardóttir sem stýrði sveit sinni af mikill röggsemi. Stelpurnar spiluðu samtals 12 leiki í riðlum og úrslitum og fengu 11 og hálfan vinning sem er frábær árangur. Úrslitaleikinn spiluðu þær við sveit GR-A og þar unnu Þórunn og Erna í fjórmenningi gegn Tinnu og Ástrósu á 18. holu og Ingunn vann Ólafíu á þeirri 17. og þar með var sigurinn í höfn. Eygló Myrra var þá að ljúka leik á 17. flöt og var 1 niður en þær ákváðu að ljúka leik og náði Eygló að vinna síðustu holuna við mikinn fögnuð félaga sinna. Nánari fréttir af úrslitum dagsins verða settar inn á morgun.