Þriðja mót ársins á miðvikudagsmótaröðinni fer fram á morgun 15. júlí. Miðvikudagsmótaröðin verður spiluð þrisvar sinnum í viðbót yfir sumarið.
-
29. júlí
-
12. ágúst
-
26. ágúst
Fyrirkomulagið er það sama og áður. Kylfingar skrá sig venjulega á rástíma, koma inn í golfverslun og greiða þar mótsgjald 1.500 krónur og fá útprentað skorkort til að skrá inn skorið sem á að skila inn eftir hringinn. Kylfingar hafa möguleika á því að skila inn skorkortinu til kl 22 á fimmtudaginn eftir mótið. Leikin er punktakeppni í karla og kvennaflokki og gilda 4 bestu hringirnir af 6 í sumar. Eins og áður verða glæsileg verðlaun fyrir heildapunktakeppnina eins sem að veitt verða verðlaun fyrir flesta punkta í einstökum mótum.
Verðlaun fyrir bestu punktafjölda í fyrstu tveimur mótum ársins.
1. Sæti 5000 kr. gjafabréf í Golfverslun GKG
2. Sæti GKG Polo bolur
3. Sæti 2000 kr. boltakort
Miðvikudagsmótaröðin (1)
1. Sæti Ríkharður Kristinsson 39 punktar
2. Sæti Sigursteinn Ingvar Rúnarsson 38 punktar (Betri á seinni 9)
3. Sæti Davíð Ómar Sigurbergsson 38 punktar
Miðvikudagsmótaröðin (2)
1. Sæti Hansína Þorkelsdóttir 42 punktar
2. Sæti Elísabet Böðvarsdóttir 41 punktar
3. Sæti Ingunn Einarsdóttir 38 punktar
Þessir einstaklingar geta nálgast verðlaunin sín í golfverslun GKG
Stöðuna eftir tvö mót er hægt að nálgast hér.