Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á vetraræfingarnar fyrir börn og unglinga í GKG, sem hefjast 2. nóvember. Til að skrá þátttakendur á æfingar er hægt að smella á eftirfarandi krækju til að opna skráningarformið: https://gkg.is/index.php/umsr-mainmenu-44.    Skráningum lýkur 18. október.

 Meðfylgjandi er viðhengi með æfingatöflunni. Smávægilega en nauðsynlega breytingu varð að gera á æfingatöflunni, (frá þeirri sem ég sendi í seinustu viku), vonandi kemur það ekki að sök.  Smellið hér til að sjá æfingatöflun.

 Í sumum tilvikum er um nokkra hópa að ræða fyrir sömu árgangshópana. Ef einhverjar sérstakar óskir eru um að komast í ákveðinn hóp þá skal biðja um það í dálkinum “athugasemdir”, og við reynum að koma til móts við þær óskir. Við munum miða við að ekki séu fleiri en 8 í hverjum hópi.

 Æfingagjöld fyrir veturinn eru óbreytt frá því í fyrra og hittiðfyrra, þ.e. kr. 22.000 fyrir tvær æfingar í viku og kr. 33.000 fyrir þrjár æfingar í viku. Rétt er að benda á að börn fædd 1992-2004 hafa rétt á 15.000 kr. niðurgreiðslu æfingagjalda frá sínu bæjarfélagi.  

 Í sumar vorum við með Keppnishóp drengja fyrir 96-97 árganga og reyndist það vel. Í vetur verður sá hópur fyrir árganga 96-98. Keppnishópurinn er hugsaður fyrir þá sem eru komnir með 25 eða lægra í forgjöf og eru að byrja að keppa í mótum, bæði innanfélags sem og GSÍ mótum. Markmið okkar er að aðstoða og hvetja til þátttöku í opnum mótum enda er það stefna GKG að eiga sem breiðastan hóp keppenda í mótum. Ef þitt barn mætir þessum skilyrðum og hefur áhuga á að keppa í barna- og unglingamótaröð GSÍ næsta sumar, þá vins. hafið samband við mig í kjölfar skráningar. Rétt er að hafa í huga að þessu fylgir ákveðin skuldbinding, ekki síst foreldra/forráðamanna, þar sem þeir fylgja börnunum á mótin og jafnvel aðstoða þau þar, allavega í byrjun.

Að lokum viljum við minna á Uppskeruhátíðina á fimmtudaginn kl. 18-20 í golfskálanum.

Bestu kveðjur f.h. þjálfara og unglinganefnar GKG.