Ágætu félagsmenn.
Þriðjudagskvöld n.k. kl. 20-22 verður haldinn fræðslufundur í golfskálanum fyrir félagsmenn GKG.
Dagskrá:
Markmiðasetning og æfingaáætlun. Úlfar Jónsson og Derrick Moore
Úlfar og Derrick fjalla um hversu mikilvægt er að setja sér markmið og sýna leiðir til að vinna markvisst að því að ná þeim.
Undirbúningur fyrir golfmót – leikskipulag. Birgir Leifur Hafþórsson og Sigmundur Einar Másson
Birgir og Sigmundur gefa hagnýt ráð hvernig rétt er að undirbúa sig fyrir stærsta mót sumarsins, Meistaramót GKG.
Kaffihlé
Gestum gefst kostur á að kaupa kaffi og gómsætar veitingar til styrktar afreksunglingum GKG, sem eru að safna fyrir æfingaferð til Spánar í apríl.
Mikilvægi klæðskerasaumaðs búnaðar, s.s. púttera, járna og drævera. Andrés Davíðsson
Andrés er manna fróðastur um allt sem snýr að kylfum, og fjallar um mikilvægi þess að hafa kylfur sem henta hverjum og einum.
Fræðslufundur þessi er liður í því að veita GKG félögum góða þjónustu og aðstoða þá við að koma vel undirbúnir til leiks í vor.
Aðgangur er ókeypis, engrar skráningar er þörf, bara mæta.
Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki ekki síðar en kl. 22.
Bestu kveðjur,
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
PGA golfkennari