Á fimmtudag næstkomandi verður brautum 1-3 í Mýrinni lokað frá kl. 17:30 – 18:30 vegna spilakennslu fyrir nýja félaga í GKG.  Félögum er bent á að fara yfir á 4. braut og klára hringinn þannig.

Beðist er velvirðingar ef þetta veldur röskun á leik, en vonandi sýna allir þessu skilning og sameinast um að bjóða nýja meðlimi velkomna í félagið okkar.

Með bestu kveðjum,
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG