Á miðvikudag s.l. var haldinn foreldrafundur til að kynna barna- og unglingastarfið í sumar.
Hér eru nokkrir punktar um það helsta sem var farið yfir.
- Gunnar Jónsson (form. unglinganefndar) opnaði fundinn og sagði m.a. frá því að unglinganefnd og afreksnefnd hefði verið sameinuð í íþróttanefnd m.a. til að samþátta barna- og unglingastarfið með afreksstarfinu.
- Gunnar Páll (formaður afreksnefndar) kynnti Gæðahandbók GKG sem var gefin út í vor. Eintak var sent á þennan netfangalista í seinustu viku. Úlfar fór yfir þann hluta handbókarinnar er snýr að þjálfun og skipulagi. Hvet ykkur til að skoða bókina vel og koma með athugasemdir, þetta er 1. útgáfa og hún verður uppfærð árlega.
- Rætt var um foreldrastarfið og leiðir til að efla það. Golfið er nokkuð frábrugðið hópíþróttunum en við viljum gjarnan efla félagslega hlutann meðal barnanna og einnig meðal foreldra. Við auglýsum því eftir áhugasömum til að koma í foreldraráð og vísa ég í Gæðahandbókina á bls. 7 varðandi markmið Foreldrastarfs.
- Dagatal með helstu viðburðum sumarsins. Smelltu hér til að sjá dagatalið.
- Þjálfarar sumarsins kynntir. Gestur Gunnarsson, Guðjón Henning Hilmarsson, Haukur Már Ólafsson, Sigmundur Einar Másson, Birgir Leifur Hafþórsson, Haraldur Þórðarson og Derrick Moore. Undirritaður mun ekki sinna þjálfun beint í sumar en fylgist með og aðstoðar með öðrum hætti.
- Varðandi keppnir þá eru mismunandi leiðir sem henta vonandi öllum. Sjá ýmsar leiðir hér fyrir neðan
- Keppnir/leikir á æfingum fyrir þau sem eru að byrja og/eða treysta sér ekki í mót.
Innanfélagsmót GKG
- Svalamótaröðin fyrir 12 ára og yngri, haldið í Mýrinni. Smelltu hér til að sjá uppl.
- Unglingamótaröð GKG. Haldið á Leirdalsvelli. Smelltu hér til að sjá uppl.
- Meistaramót GKG. Haldið á Leirdalsvelli. Smelltu hér til að sjá uppl. Mmótið er fyrir þau sem hafa lækkað forgjöf sína.
Opin unglingamót
- US Kids mótaröðin fyrir 12 ára og yngri. Ætluð þeim sem eru orðin ágætlega vön að spila, þurfa ekki að vera komin með forgjöf.
- Áskorendamótaröð GSÍ. Eins dags mót fyrir þau sem eru byrjuð að lækka forgjöf og vilja auka keppnisreynslu sína. Keppt í flokkum 14 ára og yngri, 15-16 ára og 17-18 ára. Stökkpallur yfir í Arionbankamótaröðina.
- Arionbanka mótaröð GSÍ. Tveggja daga mót fyrir forgjafarlægri kylfinga. Keppt í sömu flokkum og í Arionbanka mótaröðinni.
Sjá dagssetningar í dagatalinu.
Með bestu kveðjum og þökkum fyrir góða mætingu og sýndan áhuga.
Úlfar Jónsson, Íþróttastjóri GKG