Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í hið árlega sólstöðumót kvenna sem fram fer á Leirdalsvelli á föstudagskvöld.  Mótið er punktamót og verður ræst út af öllum teigum kl. 18:45.  Mæting er kl: 18:00

Leikið verður í tveimur flokkum: konur undir 24 og konur 24,1 – 40.  Hámarks vallarforgjöf er 40.

Verð er kr. 4.500 og er innifalið súpa, salat og brauð að leik loknum.

Glæsileg verðlaun verða fyrir fyrstu 4 sætin í hvorum flokki. Þar á meðal gisting fyrir 2 á EDDU Hóteli með morgunverði. Hádegisverður fyrir 2 á Hótel Holt. Kvöldverðarhlaðborð fyrir 2 í Lóninu Hótel Loftleiðum. Golfkennsla hjá Úlfari Jónssyni, golfpokar frá Holi in One.
* Leikmenn verða að hafa gilda forgjöf til að geta unnið til verðlauna.

Nándarverðlaun á 2, 11, 13, og 17. holu

Dregið verður úr skorkortum í mótslok og verða keppendur að vera á staðnum til að geta hlotið þau.

Verðlaunafhending verður í golfskála í mótslok.

Kveðja, kvennanefnd