Opið Sólstöðumót kvenna 25. júní s.l. úrslit
Föstudagskvöldið 25. júní 2010 var 18 holu opið kvennagolfmót í Leirdalnum. Í mótinu tóku þátt 64 konur og gekk mótið hratt og vel fyrir sig og komu keppendur inn um kl. 24:00. Um var að ræða punktamót og var keppt í tveimur forgjafarflokkum 0-24 og 24,1-40.
Flokkur 0-24
Kristín Anna Hassing GKG, 35 punkta og fékk hún gistingu og morgunmat í eina nótt fyrir tvo á Edduhóteli og tvo golfhringi hjá GKG
Flokkur 24,1 40
- Ólöf Guðmundsdóttir GK, 35 punkta og fékk hún gistingu og morgunmat í eina nótt fyrir tvo á Edduhóteli og tvo golfhringi hjá GKG
- Þuríður Valdimarsdóttir GKG 34 punkta og fékk hún golfpoka frá HOLE IN ONE
- Ragna Stefanía Pétursdóttir GKJ, 32 punkta og fékk hún þriggjarétta hádegismat fyrir tvo á Hótel Holti
- Oddrún Sverrisdóttir GKJ, 31 punkt og fékk hún kvöldverðarhlaðborð fyrir tvo í Lóninu, Hótel Loftleiðum
- Steinunn Jónsdóttir GR, 31 punkt og fékk hún klippingu o.fl. að andvirði kr. 10.000 hjá Kristínu Stefánsdóttur, hárgreiðslukonu
- Kristín Erna Guðmundsdóttir GO, 30 punkta og fékk hún kennslu hjá Úlfari 2×30 mín.
Nándarverðlaun á 2. holu: Sólrún Steindórsdóttir GO og fékk hún ýmsar vörur frá Ölgerðinni
Nándarverðlaun á 11. holu: Kristín Erna Guðmundsdóttir GO og fékk hún ýmsar vörur frá Ölgerðinni
Nándarverðlaun á 13. holu: Ólöf Ásgeirsdóttir GKG og fékk hún ýmsar vörur frá Ölgerðinni
Nándarverðlaun á 17. holu: Þuríður Valdimarsdóttir GKG og fékk hún ýmsar vörur frá Ölgerðinni
Við mótslit var dregið út skorkortum og fengu 27 konur verðlaun af ýmsu tagi.
Við þökkum samstarfsaðilum okkar fyrir veittan stuðning. Starfsfólki GKG og veitingasölunnar þökkum við sérstaklega fyrir frábæra aðstoð við þetta mót sem og önnur mót nú í sumar.
Kvennanefndin