
Nýverið lauk Bushnell mótaröðinni, en það er keppni meistaraflokkskylfinga karla og kvenna í GKG, GK og GO. Keppnin er haldin yfir sumarið og var keppnisfyrirkomulag þannig að leikinn var einn hringur hjá fyrrgreindum klúbbum, og giltu tvö bestu skorin í heildarkeppni þar sem verðlaunin fyrir besta árangur karla og kvenna voru Bushnell Tour V2 pinseeker fjarlægðarkíkir, en VOS hf. var styrktaraðili mótaraðarinnar. Markmiðið með mótaröðinni var að veita kylfingunum möguleika á að keppa oftar á hvítum teigum, sem undirbúning og æfingu fyrir Eimskipsmótaröðina.
Úrslit urðu þannig að í karlaflokki sigraði Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, eftir frábæran hring á Keilisvellinum í gær, en hann lék á 65 höggum! Hann komst því uppfyrir Axel Bóasson, GK, sem leiddi mótið eftir tvo hringi. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, varð í þriðja sæti.
Í kvennaflokki sigraði Jódís Bóasdóttir, GK, en hún varð tveimur höggum á undan Ingunni Gunnarsdóttur, GKG. Nýkrýndur Íslandsmeistari, Tinna Jóhannsdóttir, GK, varð í þriðja sæti.
Hér má sjá úrslit í mótaröðinni, eins og fyrr segir töldu tveir hringir af þremur.
Karlaflokkur GKG GO GK
1. Guðjón Henning Hilmarsson GKG 71 77 65 136
2. Axel Bóasson GK 67 73 70 137
3. Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 78 68 70 138
Kvennaflokkur
1. Jódís Bóasdóttir GK 75 79 74 149
2. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 87 77 74 151
3. Tinna Jóhannsdóttir GK 83 77 79 156