Nú fer fram Íslandsmótið í holukeppni unglinga og er mótið haldið hjá Golfklúbbi Suðurnesja í Leirunni. Í gær var leikinn höggleikur og komust 16 efstu áfram í holukeppnina sem hófst í morgun. Af 23 keppendum GKG komust 14 áfram í holukeppnina. Eftir daginn í dag komust áfram í undanúrslit Emil Þór Ragnarsson í flokki 15-16 ára drengja; Aron Snær Júlíusson í flokki 14 ára og yngri stráka, en hann lagði Íslandsmeistarann í höggleik, Kristinn Reyr Sigurðsson í 8 manna úrslitum. Loks komst Gunnhildur Kristjánsdóttir í undanúrslit í flokki 14 ára og yngri stúlkna. Frábær árangur hjá þeim og óskum við þeim góðs gengis á morgun fimmtudag.
Nánari upplýsingar um úrslit er að finna á www.golf.is