Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á vetraræfingar 2010-2011 á heimasíðu GKG undir Umsóknir. Vetraræfingarnar hefjast 8. nóvember og lýkur 10. júní. Æfingatöfluna má sjá með því að smella hér, og gildir hún til 29. apríl og verða æfingarnar í vetur í Kórnum. 

Æfingarnar verða í vetur í Kórnum. Frá maí – júní verða æfingar í GKG og gerum við þá nokkrar breytingar á æfingatöflunni.

Þessar æfingar eru einungis fyrir félagsmenn GKG og þarf að skrá sig á skráningarforminu með því að smella hér.

Æfingagjöld haldast óbreytt frá fyrri árum, þ.e. kr. 22.000 fyrir tvær æfingar og kr. 33.000 fyrir þrjár æfingar (keppnis- og afrekshópar). Tómstundastyrk bæjarfélaga er hægt að nota til niðurgreiðslu æfingagjaldana.Gott er að setja í athugasemdir ef óskir eru um að barnið fari í ákveðinn hóp. Varðandi keppnis- og afrekshópa þá velja þjálfarar í þá hópa. Hægt er að sjá upplýsingar um hópana og þjálfunarstefnu í Gæðahandbók GKG.

Stefna okkar er að hafa ekki fleiri iðkendur en 8 per þjálfara í hverjum hópi. Miðað við þann mikla fjölda sem var í sumar eru nokkrar líkur á því að við getum ekki tekið við öllum sem sækja um að komast á æfingar í vetur, þar sem tímarammi og húsrúm er takmarkað. Því hvetjum við áhugasama að sækja um sem fyrst.

Með bestu kveðjum f.h. þjálfara og Íþróttanefndar GKG.

Úlfar Jónsson, Íþróttastjóri GKG