Næstkomandi þriðjudag, 21. september, verður uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins.
Uppskeruhátíðin fer fram að þessu sinni í veislusal í Fífunni hjá Breiðablik (í Smáranum), en miðað við þann mikla fjölda sem var að æfa í sumar þá er ljóst að skálinn okkar rúmar hátíðina ekki.
Við munum veita m.a. þátttökuviðurkenningar öllum keppendum Svalamótaraðarinnar, auk þess veita verðlaun fyrir besta árangurinn í þeirri mótaröð sem og Unglingamótaröðinni.
Einnig veitum við viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu, efnilegustu, og mestu framfarir.
Að lokinni verðlaunaafhendingu verða pizzur og drykkir í boði fyrir krakkana. Við gerum ráð fyrir að hátíðinni ljúki um kl. 20.
Hvetjum alla til að mæta.
Bestu kveðjur,
f.h. þjálfara og Íþróttanefndar GKG
Úlfar

Í kvöld (þriðjudag) kl. 18-20 verður haldin uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins.
Uppskeruhátíðin fer fram að þessu sinni í félagsheimili Breiðabliks í Smáranum (við Fífuna), en miðað við þann mikla fjölda sem var að æfa í sumar þá er ljóst að skálinn okkar rúmar hátíðina ekki. Salurinn er á 2. hæð.
Við munum veita m.a. þátttökuviðurkenningar öllum keppendum Svalamótaraðarinnar, auk þess veita verðlaun fyrir besta árangurinn í þeirri mótaröð sem og Unglingamótaröðinni. 
Einnig veitum við viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu, efnilegustu, og mestu framfarir.
Að lokinni verðlaunaafhendingu verða pizzur og drykkir í boði fyrir krakkana. Við gerum ráð fyrir að hátíðinni ljúki um kl. 20.
Hvetjum alla sem voru að æfa með okkur í sumar til að mæta.

f.h. þjálfara og Íþróttanefndar GKG

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri