Mánudaginn 9. maí verður haldinn vinnu og hreinsunardagur hjá GKG. Unnið verður frá klukkan 16:00 til 19:00 og endar dagurinn á pylsugrilli hjá Ólafi framkvæmdarstjóra.
Hér eru helstu verkefni dagsins:
- Hreinsun og tiltekt umhverfis skála og bílaplan.
- Tína allt rusl af vallarsvæðinu.
- Tyrfa við æfingasvæði ca 650 fermetra.
- Raka og gera klárann vegkantinn fyrir tyrfingu.
- Bera viðarvörn á pro shop og sólpallinn ef veður leyfir.
- Áburður á tré.
- Einnig verður trjáræktarnefndin með verkefni á sínum snærum.
Sjáumst hress og kát á vinnudeginum.
Vallarstjóri.