Níunda og næst seinasta púttmóti GKG lauk í gær í Kórnum og var það reynsluboltinn Gunnar Árnason sem hafði betur í baráttu við unglingalandsliðsmanninn Emil Þór Ragnarsson, sem hefur verið með efstu mönnum í öllum púttmótum sem hann hefur tekið þátt í.

Gunnar og Emil voru léku báðir hringinn á 24 höggum, jafnt var þegar seinustu níu voru taldar, en Gunnar var með betri árangur á seinustu sex, og hlaut því efsta sætið. Þorsteinn Þórsson, sem hefur látið mikið að sér kveða í púttmótaröðinni, varð í þriðja sæti á 25 höggum.

Úrslit allra keppenda í níunda púttmótinu má sjá með því að smella hér.

Heildarstöðu allra keppenda má sjá með því að smella hér, en nú er aðeins eitt mót eftir og ráðast því úrslitin næstkomandi sunnudag, því er um að gera að mæta og pútta, og styrkja afreksstarf GKG í leiðinni.