Andrés Davíðsson, PGA golfkennari, mun kenna GKG meðlimum á æfingasvæðinu í sumar. Andrés hefur þjálfað okkar helstu afrekskylfinga undanfarin ár, þá Sigmund Einar og Birgir Leif, en tekur að sér byrjendur sem lengra komna í einkakennslu og paratíma.
Til að fá upplýsingar um verð og lausa tíma er best að hafa samband beint við Andrés í síma 868 3345, eða senda tölvupóst á golfkennarinn@yahoo.com.
Við bjóðum Andrés velkominn til starfa.