GKGkonur mættu flottar og fínar og með góða skapið á golfvöllinn þriðjudaginn 30. ágúst sl.

Veðrið var bara nokkuð gott miðað við árstíma og skemmtu 46 GKGkonur sér vel á Mýrinni.

 

Birna Aspar var kjörin best klædda konan og Þórunn Guðmundsdóttir fékk flest atkvæði fyrir
flottasta hattinn.

 

Í punktakeppninni urðu eftirfarandi úrslit:

 

1.  Fríður Guðmundsdóttir með 22 punkta.

2.  Þuríður Valdimarsdóttir með 21 punkt.

3.  Siggerður Þorvaldsdóttir með 19 punkta.

4.  Bryndís Hinriksdóttir með 19 punkta.

5.  Sesselja M. Matthíasdóttir með 19 punkta.

6.  Sigríður Björnsdóttir með 19 punkta.

 Sóley Gyða Jörundsdóttir var næst holu á holu 2 og fékk hún konfekt frá INNNES.

 Minnum á lokamótið og lokahófið sem er sunnudaginn 11. september nk.

 Kvennanefndin