Kæru félagar.
Á aðalfundi GKG 28. nóvember s.l. var tekin ákvörðum um félagsgjöld næsta árs. Ákveðið var að félagsgjöld fyrir árið 2012 fyrir unglinga og börn yrðu þau sömu og síðasta ár. Gjald fyrir fullorðna einstaklinga verður kr. 78.000.-, gjald 67 ára og eldir verður kr. 50.000.- og inntökugjald verður kr. 19.500.-
Í byrjun janúarmánaðar 2012 verða sendir út greiðsluseðlar og verður boðið upp á sömu leiðir og undanfarin ár, þ.e.
1) Staðgreiðsla með gjalddaga 2/2 2012
2) Skipta greiðslu í þrennt, gjaldagar 2. febrúar , 2. mars og 2.apríl 2012.
3) Skipta greiðslu í 4-8 gjalddaga. Þetta er eingöngu gert með kortalánum og fellur þá kostnaður á greiðslurnar allt eftir því í hversu marga gjalddaga er skipt.
Við biðjum þá félaga sem vilja skipta greiðslum að hafa samband við okkur með tölvupósti á póstfangið gkg@gkg.is , gudrun@gkg.is eða olafure@gkg.is . Einnig er hægt að hringja í okkur og fá nánari
upplýsingar. Síminn er 565 7037 eða 554 3035.
Ef það vakna spurningar endilega hafðu samband