Þríðja púttmót af 9 í mótaröð barna og unglinga í GKG lauk s.l. laugardag. Frábær þátttaka var og mættu 62 keppandi og púttuðu. Fimm bestu hringir af níu telja í heildarkeppninni. Veitt verða verðlaun í lok mótaraðarinnar fyrir 3 bestu skor í hverjum flokki. Næsta mót verður laugardaginn 18. febrúar, en hægt verður að pútta milli kl. 10-12 í Kórnum.

Bestum árangri á laugardaginn náðu eftirfarandi kylfingar:

12 ára og yngri stelpur
Eva María Gestdóttir 31

12 ára og yngri strákar
Ingi Rúnar Birgisson 27

13 – 15 ára stúlkur
Freydís Eiríksdóttir 28

13 – 15 ára strákar
Kristófer Orri Þórðarsson 25

16 – 18 ára piltar
Emil Þór Ragnarsson 24

16 – 18 ára stúlkur
Særós Eva Óskarsdóttir 29
Þórhildur Kristín Ásgerisdóttir 29

Hægt er að sjá árangur allra keppenda með því að smella hér.

Minnum á að þátttaka er ókeypis og hvetjum við því alla krakka til að koma og taka þátt í skemmtilegu móti og fá góða æfingu í leiðinni.