Nú er lokið miklu malbikunarátaki hjá GKG sem unnið hefur verið í undanfarnar vikur.

Búið er að malbika 1.720 metra af göngustígum og einnig er búið að malbika 1.200 m2 bílaplan við áhaldahús okkar.

Þeir stígar sem hafa verið malbikaðir núna eru: 

Leirdalsvöllur:

Frá 4. teig að 5. teig,  frá 5 flöt að 6. teig, frá 10 flöt að 12. teig og frá 17. flöt að 18. teig.

Stigar 2012  12 teigur

Mýrin:

Frá 1. flöt að 3. braut, frá 3. flöt að skurði við 5. braut, frá 6. flöt að 7. teig, frá 7. flöt að 8. teig

Malbik 2012

 

Þetta átak okkar verður okkur öllum ánægjuauki á komandi árum þar sem þessu fylgir snyrtilegra og þrifalegra umhverfi.

Við vonum að félagsmenn okkar verði ánægðir með þetta mikla skref í átt að því að gera GKG að fallegasta velli landsins

 

Starfsfólk GKG óskar öllum félagsmönnum gleðilegra páska og biðjum félagsmenn um leið að ganga vel um völlinn okkar .