Ágætu félagar.
Síðasti eindagi félagsgjalda er 17. þessa mánaðar. Við biðjum þá félaga sem ekki hafa greitt félagsgjald sitt fyrir 2012 að bregðast við því og ganga frá greiðslu fyrir 17. apríl n.k. Fjöldi kylfinga er á biðlista því verða þeir sem ekki hafa greitt eða samið um greiðslu fyrir þann tíma teknir af skrá og nýjir félagar teknir inn. Eingöngu er hægt að semja um greiðsludreifingu á kreditkort. Félagskírteini og pokakort verða tilbúin til afhendinga hér í lok apríl.